Sara orðin fimmta leikjahæst

Sara Björk Gunnarsdóttir og Cinzia Zehnder í leik Íslands og …
Sara Björk Gunnarsdóttir og Cinzia Zehnder í leik Íslands og Sviss. AFP

Sara Björk Gunnarsdóttir, landsliðsfyrirliði í knattspyrnu, er orðin fimmta leikjahæsta landsliðskona Íslands frá upphafi þó að hún sé aðeins 26 ára gömul.

Sara er að vanda í liði Íslands sem var að hefja leik gegn Austurríki í lokaumferð C-riðilsins á EM í Hollandi og þetta er hennar 109. landsleikur. Með því fer hún upp fyrir markvörðinn Þóru B. Helgadóttur sem lék 108 landsleiki.

Hólmfríður Magnúsdóttir, sem er fjórða leikjahæst, er einnig í byrjunarliðinu í kvöld og spilar sinn 112. landsleik. Eftirtaldar eru þær tíu leikjahæstu með landsliðinu frá upphafi:

133 Katrín Jónsdóttir
117 Margrét Lára Viðarsdóttir
114 Dóra María Lárusdóttir
112 Hólmfríður Magnúsdóttir
109 Sara Björk Gunnarsdóttir
108 Þóra Björg Helgadóttir
103 Edda Garðarsdóttir
  87 Fanndís Friðriksdóttir
  87 Hallbera Guðný Gísladóttir
  83 Rakel Hönnudóttir

Fanndís og Hallbera eru einnig í byrjunarliðinu í kvöld og þá er Rakel Hönnudóttir á meðal varamanna og gæti því bætt við sig leik ef hún kemur við sögu á eftir.

mbl.is

LEIKIR Í DAG - 24. APRÍL

Útsláttarkeppnin

LEIKIR Í DAG - 24. APRÍL

Útsláttarkeppnin