Vongóðir um að fá Gylfa

Gylfi Þór Sigurðsson er eftirsóttur.
Gylfi Þór Sigurðsson er eftirsóttur. AFP

Forráðamenn Everton eru vongóðir um að landa Gylfa Þór Sigurðssyni á Goodison Park frá Swansea þó svo að velska félagið hafi hafnað nýjasta tilboði frá Everton í íslenska landsliðsmanninn. Tilboð Everton í Gylfa hljóðaði upp á 45 milljónir punda en eigendur Swansea standa fast við fyrri ákvörðun sína. Þeir vilja fá 50 milljónir punda fyrir Gylfa en sú upphæð jafngildir tæpum 7 milljörðum íslenskra króna.

Eins og fram hefur komið ákvað Gylfi að fara ekki með Swansea-liðinu í æfingaferðina til Bandaríkjanna á dögunum þar sem hann taldi sig ekki vera með rétt hugarfar til að fara með liðinu vegna óvissunnar sem er í gangi um framtíð hans.

Swansea tekur sína fyrstu æfingu eftir Bandaríkjaferðina í dag og Paul Clement, knattspyrnustjóri Swansea, þarf þá að ákveða hvort Gylfi muni æfa með liðinu eða hvort hann æfi einn og sér. Swansea mætir Birmingham í vináttuleik á laugardaginn en ekki er vitað hvort Gylfi tekur þátt í þeim leik.

Reiði Everton fram 50 milljónir punda fyrir Gylfa verður hann dýrasti leikmaður félagsins frá upphafi en Gylfi hefur tvö undanfarin ár verið útnefndur leikmaður ársins hjá Swansea af leikmönnum og stuðningsmönnum liðsins. Hann á þrjú ár eftir af samningi sínum við félagið.

Bæði Swansea og Everton eru sögð vilja að fá botn í mál Gylfa sem allra fyrst enda eru ekki nema tvær og hálf vika þar til flautað verður til leiks í ensku úrvalsdeildinni. Swansea sækir Southampton heim í 1. umferðinni en Everton tekur á móti Stoke.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

LEIKIR Í DAG - 25. APRÍL

Útsláttarkeppnin

LEIKIR Í DAG - 25. APRÍL

Útsláttarkeppnin