„Auðvitað er fiðringur í maganum“

Hornamaðurinn Arnór Þór Gunnarsson segist kunna vel við sig í Spaladium-höllinni í Split þar sem Ísland leikur í A-riðli á EM í handknattleik. Fram undan í dag er úrslitaleikur við Serba um að komast áfram í milliriðil í Zagreb. 

„Mér finnst mjög skemmtilegt að spila í þessu húsi sem við erum að spila í. Það er hörkustemning þarna. Auðvitað er fiðringur í maganum á öllum og menn eru bara klárir í þetta,“ sagði Arnór meðal annars við mbl.is í gær en viðtalið við hann í heild sinni er að finna í meðfylgjandi myndskeiði.  

Arnór hefur verið öruggur á vítalínunni á EM í Split.
Arnór hefur verið öruggur á vítalínunni á EM í Split. Ljósmynd/Gordan Lausic
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert