Allt í hnút í milliriðlum með sigri Dana

Mikkel Hansen var markahæstur Dana.
Mikkel Hansen var markahæstur Dana. AFP

Danir unnu þriggja marka sigur á Spáni, 25:22, þegar þjóðirnar áttust við í lokaleik D-riðils á Evrópumótinu í handknattleik sem fram fer í Króatíu. Bæði lið fara áfram í milliriðla.

Danir voru marki yfir í hálfleik 14:13 og voru skrefinu á undan eftir hlé sem skilaði sér í þriggja marka sigri. Mikkel Hansen var markahæstur Dana með sex mörk en hjá Spáni skoraði Alex Dujshebaev einnig sex mörk og var markahæstur.

Það er því ljóst að Danir, Spánverjar og Tékkar fara öll áfram með tvö stig í milliriðla en allar þjóðirnar enduðu með fjögur stig í D-riðlinum. Ungverjar sitja eftir án stiga.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert