Slóvenar unnu úrslitaleikinn og fóru áfram

Slóvenar fagna á EM.
Slóvenar fagna á EM. AFP

Slóvenía tryggði sér í kvöld sæti í milliriðli Evrópumótsins í handknattleik eftir sigur á Svartfjallalandi í úrslitaleik um áframhaldandi þátttöku á mótinu, 28:19.

Um var að ræða lokaleik D-riðils og strax frá byrjun tóku Slóvenar frumkvæðið. Staðan í hálfleik var þó aðeins 14:13 fyrir Slóvena, en í síðari hálfleik skoruðu Svartfellingar aðeins sex mörk og Slóvenar unnu öruggan níu marka sigur 28:19.

Gasper Marguc var markahæstur Slóvena með sex mörk eins og Vasko Sevaljevic hjá Svartfellingum. Slóvenar hafna með þrjú stig í C-riðli og fara með eitt stig inn í milliriðla en Svartfellingar eru úr leik. Makedónía og Þýskaland höfðu þegar tryggt sér sæti í milliriðlum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert