Spánverjar missa lykilmann

Spánverjar fagna marki gegn Ungverjum í fyrrakvöld.
Spánverjar fagna marki gegn Ungverjum í fyrrakvöld. Ljósmynd/ Sasa Pahic Szabo

Spánverjar verða án eins af lykilmönnum sínum þegar þeir mæta Dönum í lokaumferð riðlakeppninnar á Evrópumótinu í handknattleik í Króatíu í kvöld.

Julen Aguinagalde, sem er talinn vera einn besti línumaður heimsins, glímir við meiðsli í baki og er ekki leikfær. Aguinagalde þurfti að hætta leik eftir rúmar þrjár mínútur í sigurleik Spánverja gegn Ungverjum í fyrrakvöld. Iosu Goni leikmaður franska liðsins Pays hefur verið kallaður inn í hópinn í stað Aguinagalde.

Spánverjar eru efstir í riðlinum með 4 stig, Danir og Tékkar hafa 2 en Ungverjar reka lestina án stiga.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert