Danskur sigur í spennandi leik

Lasse Svan átti magnaðan leik.
Lasse Svan átti magnaðan leik. AFP

Danir höfðu betur gegn Slóvenum, 31:28, í fyrsta leik liðanna í milliriðli 2 á Evrópumóti karla í handbolta sem fram fer í Króatíu um þessar mundir. Leikurinn var nokkuð jafn allan tímann og staðan í hálfleik 16:14.

Slóvenar minnkuðu muninn í 26:25 nokkrum mínútum fyrir leikslok en Danir skoruðu fimm af síðustu átta mörkum leiksins og tryggðu sér góðan sigur og toppsætið í riðlinum í leiðinni, í bili hið minnsta.

Lasse Svan átti glæsilegan leik í vinstra horninu og skoraði 11 mörk og Casper Mortensen gerði sex mörk í hægra horninu. Miha Zarabec skoraði sex mörk fyrir Slóvena sem eru neðstir í riðlinum með aðeins eitt stig. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert