Þjálfari Króata greip í mótherjann

Lino Cervar landsliðsþjálfari Króata.
Lino Cervar landsliðsþjálfari Króata. AFP

Lino Cervar þjálfari króatíska karlalandsliðsins í handknattleik er jafnan mjög skrautlegur á hliðarlínunni og engin breyting varð á því í leik Króata og Hvít-Rússa í milliriðli á Evrópumótinu í Zagreb í gærkvöld.

Leikurinn var í járnum á lokamínútum leiksins en í stöðunni 24:23 fyrir Króata og Hvit-Rússar í sókn greip Cervar í einn leikmann Hvít-Rússa frá hliðarlínunni.

Lino Cervar grípur í leikmann Hvít-Rússa.
Lino Cervar grípur í leikmann Hvít-Rússa.

Króatar innbyrtu að lokum tveggja marka sigur, 25:23, en margir furðuðu sig á því hvers vegna Cervar hafi ekki fengið rautt spjald fyrir að grípa í leikmann mótherjanna og þar með hefðu Hvít-Rússar spilað manni fleiri síðustu 25 sekúndur leiksins.

Ekki er ljóst hverjir eftirmálarnir verða en svo gæti farið að Cervar verði úrskurðaður í leikbann.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert