Alfreð hefur fjórtán menn

Alfreð Gíslason þjálfari Þjóðverja glímir við Pólverja í dag.
Alfreð Gíslason þjálfari Þjóðverja glímir við Pólverja í dag. AFP

Alfreð Gíslason hefur fjórtán leikmenn til umráða í stað sextán í dag þegar Þýskaland mætir Póllandi í lokaumferð riðlakeppni Evrópumótsins í handknattleik í Bratislava.

Eins og áður hefur komið fram greindust fimm leikmanna þýska liðsins með kórónuveiruna og Alfreð gat fengið fimm leikmenn í þeirra stað. Þeir eru nú allir tilbúnir í leikinn þar sem þeir eru búnir að fá neikvæða niðurstöðu úr skimun fyrir kórónuveirunni í dag.

Hins vegar hafa tveir aðrir leikmenn helst úr lestinni þar sem þeir greindust með smit í morgun. Það eru Marcel Schiller og markvörðurinn Till Klimpke. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert