Þurfti að hlusta nokkrum sinnum á viðtalið við Guðmund

„Það var mikil bjartsýni meðal almennings í aðdraganda Evrópumótsins og það voru leikmennirnir sem bjuggu til þessar væntingar,“ sagði Guðjón Guðmundsson, íþróttafréttamaður hjá Sýn, í EM-uppgjöri Dagmála, frétta- og menningarlífsþætti Morgunblaðsins.

Íslenska karlalandsliðið í handknattleik hefur náð frábærum árangri á Evrópumótinu í Ungverjalandi og Slóvakíu.

Væntingarnar voru miklar fyrir mótið þrátt fyrir að liðið hafi endað í 20. sæti á HM 2021 í Egyptalandi fyrir ári síðan, en liðið var nálægt því að komast í undanúrslit í ár og leika um verðlaun.

„Leikmennirnir töluðu sjálfir um það að þeir væru með frábært lið og leikmenn og viti menn! Þjálfarinn sjálfur, Guðmundur Guðmundsson, var kominn í sama gírinn,“ sagði Guðjón.

„Ég tók langt viðtal við hann á blaðamannafundi fyrir mótið og ég þurfti að hlusta nokkrum sinnum á viðtalið því þetta var ekki alveg sá Guðmundur sem ég þekkti því hann var orðinn svo hrikalega bjartsýnn,“ sagði Guðjón meðal annars.

EM-uppgjör Dagmála má nálgast með því að smella hér.

Guðmundur Þórður Guðmundsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins.
Guðmundur Þórður Guðmundsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins. Ljósmynd/Szilvia Micheller
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert