Mikilvægur sigur Swansea - Vítadagur í enska

Swansea innbyrti þrjú mikilvæg stig gegn Newcastle í fallbaráttu ensku úrvalsdeildarinnar þegar Swansea vann leik liðanna 2:1. Wilfried Bony skoraði bæði mörk Swansea úr leiknum, það síðara úr vítaspyrnu í uppbótartíma venjulegs leiktíma. Swansea komst með sigrinum upp í 36 stig og er nú sex stigum frá fallsvæðinu þegar þrjár umferðir eru eftir af deildinni.

Cardiff og Stoke gerðu 1:1-jafntefli. Aron Einar Gunnarsson sat allan leikinn á varamannabekk Cardiff og kom því ekkert við sögu í leiknum. Crystal Palace sigraði West Ham, 1:0 og Aston Villa og Southampton gerðu markalaust jafntefli. Alls voru skoruð sex mörk í leikjunum fjórum, þar af fjögur mörk úr vítum.

Fylgst var með leikjunum fjórum sem hófust klukkan 14 í ensku úrvalsdeildinni hér fyrir neðan.

Úrslit leikjanna
Cardiff - Stoke, 1:1
Peter Whittingham 51. (víti) - Marko Arnautovic 45. (víti)
Aston Villa - Southampton, 0:0
Newcastle - Swansea, 1:2
Shola Ameobi 23. - Wilfried Bony 45., 90. (víti)
West Ham - Crystal Palace, 0:1
- Mile Jedinak 59. (víti)

90. - Leikjunum er lokið.

90.+2 - MARK!! Newcastle - Swansea, 1:2. Swansea fær dæmda vítaspyrnu. Wilfried Bony fer á vítapunktinn og skorar úr spyrnunni og tryggir Swansea þrjú mikilvæg stig.

90. - Tvö dauðafæri hjá Stoke gegn Cardiff. Fyrst komst Assaidi einn inn á vítateig Cardiff og átti fínt skot sem Marshall gerði vel í að verja. Síðan átti Walters þrumuskot stuttu síðar í slá og yfir.

59. - MARK!! West Ham - Crystal Palace, 0:1. Crystal Palace kemst yfir gegn West Ham úr vítaspyrnu. Mile Jedinak skorar. Pablo Armero hjá West Ham var brotlegur.

56. - Cardiff kemst yfir gegn Stoke, 2:1 eftir hörku sókn. Steven Caulker á fyrst fast skot í stöngina sem er svo varið af Begovic út í teiginn. Juan Cala náði frákastinu og skoraði, en Webb dómari dæmdi markið af vegna rangstöðu.

51. - MARK!! Cardiff - Stoke, 1:1. Öruggt víti hjá Peter Whittingham sem setur boltann vinstra megin á markið en Asmir Begovic markvörður Stoke valdi vitlaust horn.

50. - VÍTI! Howard Webb dómari í leik Cardiff og Stoke dæmir vítaspyrnu öðru sinni í leiknum. Nú fær Cardiff víti.

46. - Leikirnir fjórir eru allir komnir af stað á ný.

45. - Hálfleikur. Flautað hefur verið til hálfleiks í öllum leikjunum fjórum. Aðeins komin þrjú mörk í það heila.

45.+4 - MARK!! Cardiff - Stoke, 0:1. Stoke fékk vítaspyrnu. Marko Arnautovic fór á vítapunktinn og skoraði af öryggi framhjá Marshall í marki Cardiff og kemur Stoke yfir, 1:0.

45.+3 - VÍTI! Peter Odemwingie leikmaður Stoke fiskar vítaspyrnu rétt undir lok fyrri hálfleiks gegn Cardiff.

45.+1 - MARK!! Newcastle - Swansea, 1:1. Swansea fékk hornspyrnu sem Benjamin Davies tók. Wilfried Bony stökk manna hæst og vítateignum og skallaði boltann í netið og jafnaði metin fyrir Swansea um leið í 1:1.

23. - MARK!! Newcastle - Swansea, 1:0. Fyrsta mark Shola Ameobi fyrir Newcastle á leiktíðinni. Hann kemur Newcastle yfir gegn Swansea.

6. - Jordan Mutch leikmaður Cardiff komst einn inn fyrir vörn Stoke, en skot hans var ekki nægilega gott, í það minnst átti Asmir Begovic markvörður Stoke ekki í neinum vandræðum með að verja skotið.

1. - Flautað hefur verið til leiks í öllum leikjunum fjórum.

0. - Byrjunarliðin í leikjunum fjórum eru klár og má sjá þau hér fyrir neðan. Aron Einar Gunnarsson er á varamannabek Cardiff sem tekur á móti Stoke.

Cardiff: Marshall; KTC, Caulker (C), Cala, Fabio; Medel, Whittingham, Kim, Mutch, Dæhli; Campbell.

Varamenn: Lewis; Turner, Jones, Eikrem, Aron Einar Gunnarsson, Zaha, John.

StokeBegovic; Cameron, Shawcross, Wilson, Pieters; Arnautovic, Nzonzi, Ireland, Whelan, Odemwingie; Crouch

-

Aston Villa: Guzan, Bacuna, Vlaar, Baker, Bertrand, Albrighton, Westwood, Delph, El Ahmadi, Agbonlahor, Weimann.

Southampton: Boruc, Clyne, Fonte, Lovren, Shaw, Wanyama, Schneiderlin, S. Davis, Ward-Prowse, Lallana, Lambert.

-

Newcastle: Krul; Coloccini, Williamson, Dummett; Anita, Gosling, Tiote, Gouffran; de Jong; Cisse, Sh Ameobi.

Swansea: Vorm, Rangel, Amat, Williams, Davies, Britton, Shelvey, De Guzman, Routledge, Hernandez, Bony

-

West Ham: Adrian, Reid, McCartney, Nolan (c), Tomkins, Jarvis, Armero, Carroll, Noble, Diame, Downing.

Crystal Palace: Speroni, Mariappa, Dann, Delaney, Ward, Digkacoi, Jedinak, Puncheon, Ledley, Bolasie, Jerome.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert