Liverpool lét sinn mann um Chelsea

Ítalski framherjinn Fabio Borini, lánsmaður frá Liverpool tryggði Sunderland mikilvægan 2:1-útisigur gegn Chelsea í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag þegar Borini skoraði sigurmark leiksins úr vítaspyrnu átta mínútum fyrir leikslok.

Með sigrinum komst Sunderland í 29 stig en er þó ennþá í botnsæti ensku úrvalsdeildarinnar. Það er þó enn möguleiki á því að Sunderland haldi sæti sínu í deildinni.

Ljóst er að Liverpoolmenn hugsa hlýlega til Borini því úrslitin þýða að Chelsea er nú tveimur stigum á eftir toppliði Liverpool, auk þess sem Liverpool á leik til góða á morgun gegn Norwich. Sigur Liverpool gegn Norwich á morgun kemur Liverpool í ansi vænlega stöðu í baráttunni um enska meistaratitilinn, sem Liverpool hefur ekki unnið síðan 1990.

Þetta var fyrsta deildartap Chelsea undir stjórn José Mourinho á Stamford Bridge á leiktíðinni.

Fylgst var með því helsta í leik Chelsea og Sunderland hér fyrir neðan.

Úrslit leiksins
Chelsea - Sunderland, 1:2
Samuel Eto'o 12. - Connor Wickham 18., Fabio Borini 82. (víti)

90. - Leik lokið með 2:1-útisigri Sunderland.

84. - André Schürrle með bylmingsskot utan vítateigs fyrir Chelsea, og Mannone markvörður Sunderland má hafa sig allan við að verja skotið.

82. - MARK!! 1:2. Botnlið Sunderland er komið yfir eftir að Fabio Borini skoraði úr vítaspyrnu. Borini er lánsmaður frá Liverpool og Liverpool-menn hugsa væntanlega hlýlega til Borini ef þetta verða úrslitin, enda yrði þetta afar mikilvægt fyrir Liverpool í baráttunni um enska meistaratitilinn ef Chelsea tapar þessum leik.

81. - VÍTI! Jozy Altidore kemst inn á vítateig Chelsea og eftir baráttu við Cesar Azpilcueta fellur Altidore og víti dæmt.

80. - Fernando Torres átti skalla á mark Sunderland, sem Vito Mannone markvörður Sunderland átti ekki í neinum vandræðum með að verja.

65. - Frábær samleikur hjá Willian og Demba Ba sem endar með því að Willian rennir boltanum fyrir markið á Ba, sem er þó ekki í nógu góðu jafnvægi og skýtur boltanum langt framhjá marki Sunderland.

46. - Síðari hálfleikur er hafinn á Stamford Bridge.

45. - Fyrri hálfleik lokið. Opinn og skemmtilegur leikur í fyrri hálfleik. Bæði lið átt fín færi og mörkin gætu hæglega verið orðin fleiri.

42. - Matic átti hörkuskot fyrir Chelsea á mark Sunderland, sem Mannone varði vel út í teiginn. Mohammad Sala náði boltanum og átti skot sem náði þó ekki á markið. Hörkusókn hjá Chelsea.

30. - Oscar með ágætis aukaspyrnu fyrir Chelsea rétt utan vítateigs, sem Vito Mannone markvörður Sunderland á þó ekki í miklum vandræðum með að verja.

18. - MARK!! 1:1. Sunderland fékk hornspyrnu sem Sebastian Larsson tók og sendi á Alonso sem stóð fyrir utan teig Chelsea og lét vaða á markið. Mark Schwarzer markvörður Chelsea varði, en hélt ekki boltanum og missti hann fyrir fætur Connor Wickham sem skoraði og jafnaði metin fyrir Sunderland í 1:1.

12. - MARK!! 1:0. Chelsea er komið yfir. Willian tók hornspyrnu og sendi boltann inn á vítateig Sundereland. Samuel Eto'o komst í boltann og þrumaði boltanum í netið.

7. - Conor Wickham leikmaður Sunderland spilaði Fabio Borini í færi, en skot Borini var rétt framhjá marki Chelsea.

1. - Leikurinn er hafinn á Stamford Bridge.

0. - Byrjunarliðin eru klár og má sjá þau hér fyrir neðan.

ChelseaSchwarzer; Ivanovic, Cahill, Terry (c), Azpilicueta; Ramires, Matic; Willian, Oscar, Salah; Eto'o.

VaramennHilario, David Luiz, Mikel, Lampard, Torres, Schurrle og Ba

Sunderland: Mannone, Vergini, Alonso, Brown, O'Shea (c), Cattermole, Colback, Larsson, Johnson, Borini, Wickham.

VaramennCelustka, Altidore, Ba, Giaccherini, Scocco, Mavrias, Ustari.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert