Ferguson ekki sáttur

Sir Alex Ferguson.
Sir Alex Ferguson. AFP

Alex Ferguson, fyrrverandi knattspyrnustjóri Manchester United og núvverandi stjórnarmaður félagsins, er ekki sáttur við hvernig staðið var að brotthvarfi eftirmanns hans, David Moyes, fyrr í þessari viku.

Ferguson var ræðumaður á góðgerðamáltíð í Manchester í gær og The Times hefur eftir honum: „Það er leiðinlegt hvernig þetta kom út," og segir hann hafa viðurkennt að það hefði verið rangt að láta fréttir af brottrekstrinum leka út áður en framkvæmdastjóri félagsins, Edward Woodward, tilkynnti Moyes sjálfum formlega um ákvörðun stjórnarinnar.

Blaðið segir ennfremur að Moyes hafi verið öskureiður yfir því að hafa verið búinn að sjá og heyra í öllum fjölmiðlum að honum yrði sagt upp störfum áður en nokkur maður hjá félaginu hafi haft samband við hann. Fyrstu fréttir af því bárust um sólarhring áður en Manchester United tilkynnti að dögum Moyes á Old Trafford væri lokið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert