Leikmaður Manchester City varð fyrir kynþáttaofbeldi í Króatíu

Patrick Vieira þjálfar yngri lið Manchester City.
Patrick Vieira þjálfar yngri lið Manchester City. AFP

Alþjóðaknattspyrnusambandið, FIFA rannsakar um þessar mundir hvort leikmaður u-21 liðs Manchester City hafi orðið fyrir kynþáttaofbeldi í æfingarleik liðsins í Króatíu. Leikmaðurinn sem um ræðir heitir Seko Fofana.

Atvikið leiddi til þess að þjálfari liðsins, Frakkinn Patrick Vieira sá sig knúinn til þess að taka lið sitt af velli. Skemmst er að minnast þess er Josip Simunic landsliðsmaður Króata fagnaði sæti þeirra á HM í Brasilíu eftir sigur liðsins gegn Íslandi.

Króatíska knattspyrnusambandið hefur þegar hafið rannsókn á málinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert