Redknapp: Útilokað að Rémy hafi ekki staðist læknisskoðun

Harry Redknapp er efins um það sem forráðamenn Liverpool segja.
Harry Redknapp er efins um það sem forráðamenn Liverpool segja. AFP

Harry Redknapp, knattspyrnustjóri QPR, telur að það sé ekki rétt að franski sóknarmaðurinn Loic Rémy
hafi ekki staðist læknisskoðun hjá Liverpool sem hætti þar af leiðandi við kaupin.

„Talað hefur verið um að hann hafi ekki staðist læknisskoðunina. Það er útilokað. Drengurinn er í góðu formi, það hlýtur að vera önnur skýring,“ sagði Redknapp.

Hinn 27 ára gamli Rémy kom til QPR frá Marseille fyrir metfé, átta milljónir punda í janúar 2013, og fór síðan til Newcastle að láni. 

„Hann fór í stranga læknisskoðun hér [hjá QPR], hjá Marseille, hjá Newcastle og hjá Frakklandi fyrir heimsmeistarakeppnina. Það er enginn í jafn góðu formi og Rémy,“ sagði Redknapp.

Forráðamenn Liverpool neita að tjá sig málið sem er hið furðulegasta. Rémy var með liðinu á æfingaferð í Bandaríkjunum í viku þangað til félagið hætti við kaupin eftir læknisskoðunina umtöluðu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert