17. árið í röð hjá Arsenal?

Arsene Wenger ræðir við sína menn á æfingu í gær.
Arsene Wenger ræðir við sína menn á æfingu í gær. AFP

Arsenal getur tryggt sér sæti í riðlakeppni Meistaradeildarinnar 17. árið í röð takist liðinu að leggja tyrkneska liðið Besiktas á Emirates Stadium í kvöld.

Liðin mætast í síðari viðureigninni í umspili um sæti í riðlakeppninni en markalaust jafntefli varð niðurstaðan í fyrri leiknum í síðustu viku.

Besiktas þarf að gera það engu öðru tyrknesku liðinu hefur tekist að gera, það er að skora á móti Arsenal í London. Í fyrra sló Arsenal lið frá Tyrklandi út í umspilinu en liðið hafði betur á móti Fenerbache, samanlagt, 5:0.

Það eru forföll í liði Arsenal. Oliver Giroud er til að mynda meiddur sem og þeir Yaya Sanogo, Theo Walcott og fyrirliðinn Mikel Arteta og Aaron Ramsey tekur út leikbann.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert