Strootman næstur á Old Trafford

Kevin Strootman, til hægri.
Kevin Strootman, til hægri. AFP

Manchester United mun halda áfram að spreða út seðlum í nýja leikmenn þegar félagaskiptaglugginn opnast í janúar.

Manchester United eyddi hvorki meira né minna en 155 milljónum punda, ríflega 30 milljörðum íslenskra króna, í leikmannakaup í sumar en Louis van Gaal, stjóri liðsins, er ekki hættur.

Hann hefur augastað á hollenska miðjumanninum Kevin Strootman sem leikur með Roma á Ítalíu. Hann er að jafna sig af alvarlegum hnémeiðslum en United er sagt reiðubúið að punga út 25 milljónum punda í leikmanninn sem Sir Alex Ferguson hafði lengi mikinn áhuga á að fá til Old Trafford.

Leikmennirnir sem komu til United í sumar:

Radamel Falcao (Monaco) - lán, 6 milljónir punda

Angel di Maria (Real Madrid) - 60 milljónir punda

Daley Blind (Ajax) - 14 milljónir punda

Marcos Rojo (Sporting Lisbon - 16 milljónir punda

Luke Shaw (Southampton) - 30 milljónir punda

Ander Herrera (Athletic Bilbao) - 29 milljónir punda

<br/><br/>
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert