Enn aukast vandræði Man. City

Fernando brýtur á Seydou Doumbia sem var hetja CSKA í …
Fernando brýtur á Seydou Doumbia sem var hetja CSKA í dag, skoraði mark og krækti í vítaspyrnuna í lokin. AFP

Englandsmeistarar Manchester City hafa enn ekki unnið leik í E-riðli Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu eftir þrjár umferðir af sex. Þeir gerðu jafntefli við CSKA Moskvu í Rússlandi í kvöld, 2:2, þar sem CSKA jafnaði metin úr vítaspyrnu fimm mínútum fyrir leikslok.

City er aðeins með tvö stig en þetta var fyrsta stig CSKA. Bayern München er með 6 stig og Roma 4, en þessi lið mætast á heimavelli Roma í kvöld.

Það leit allt út fyrir sigur City lengi vel. Sergio Agüero og James Milner komu liðinu í 2:0 í fyrri hálfleik en heimamenn minnkuðu muninn á 64. mínútu með marki Seydou Doumbia. Doumbia krækti svo í vítaspyrnu á 86. mínútu sem Bibras Nathko skoraði úr.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert