Costa og Fabregas eru leikfærir

Cesc Fabregas.
Cesc Fabregas. AFP

José Mourinho knattspyrnustjóri Chelsea staðfesti á vikulegum fréttamannafundi í dag að spænsku landsliðsmennirnir Diego Costa og Cesc Fabregas séu báðir leikfærir.

Þeir tóku ekki þátt í leikjum spænska landsliðsins á dögunum vegna meiðsla en Mourinho sagði að þeir væru búnir að ná sér. Þeir hafa farið mikinn með Lundúnaliðinu á tímabilinu. Fabregas er stoðsendingakóngur deildarinnar og Costa er annar markahæstur á eftir Sergio Agüero með 10 mörk.

Chelsea, sem trónir á toppi ensku úrvalsdeildarinnar, tekur á móti WBA í deildinni á morgun en Chelsea er eina taplausa liðið og hefur fjögurra stiga forskot á Southampton sem er í öðru sætinu.



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert