Kærður fyrir kynþáttaníð

Dave Whelan fagnar eftir að Wigan varð enskur bikarmeistari fyrir …
Dave Whelan fagnar eftir að Wigan varð enskur bikarmeistari fyrir tveimur árum. AFP

Dave Whelan, stjórnarformaður og eigandi enska knattspyrnufélagsins Wigan Athletic, hefur verið kærður af knattspyrnusambandi landsins fyrir meint kynþáttaníð í ummælum í fjölmiðlum.

Whelan réð á dögunum Malky Mackay sem knattspyrnustjóra Wigan. Hann var harðlega gagnrýndur fyrir það þar sem málaferli eru í gangi gagnvart Mackay fyrir meint kynþáttaníð.

Í kjölfarið kom Whelan nýja stjóranum sínum til varnar og var þá sjálfur sakaður um að láta óviðurkvæmileg orð falla gagnvart gyðingum og Kínverjum. 

Whelan hefur beðist opinberlega afsökunar á þeim orðum sem hann hafi látið falla í viðtali við dagblað, en jafnframt hafnað því að um kynþáttaníð væri að ræða og fullyrðir að rangt hafi verið eftir sér haft.

Hann hefur nú jafnframt lýst því yfir að ef hann verði fundinn sekur, þá muni hann segja af sér sem stjórnarformaður Wigan.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert