Liverpool sagt að gera tilboð í Cech

Petr Cech.
Petr Cech. AFP

Umboðsmaður Petr Cech markvarðar Chelsea hvetur Liverpool og Arsenal til að gera tilboð í leikmanninn en José Mourinho, stjóri Chelsea, hefur greint frá því að engin tilboð hafi borist í Tékkann sem nú gegnir stöðu varamarkvarðar hjá Lundúnaliðinu.

„Það ólíklegt að Petr yfirgefi Chelsea í janúarglugganum. Félagið og stjórinn vilja halda honum og hjálpa liðinu til að vinna titilinn. Liverpool þarf að styrkja stöðu sína hvað markmannstöðuna varðar og það veit að Petr er laus í sumar.

Arsenal ætti að gera tilboð líka og ég held Petr myndi íhuga það,“ segir Viktor Kolar umboðsmaður Cech í viðtali við fréttavef Mirror.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert