Leikmönnum var brugðið

Ekki er ljóst hver mun verða eftirmaður Neil Warnocks.
Ekki er ljóst hver mun verða eftirmaður Neil Warnocks. AFP

Keith Millen stýrði Crystal Palace í dag eftir að knattpyrnustjóri liðsins Neil Warnock var rekinn í gær. Millen var ánægður með frammistöðu liðsins sem gerði 0:0 jafntefli við Q.P.R. en segir að leikmönnum hafi brugðið mjög þegar þeir fréttu að Warnock hefði verið rekinn.

„Ég verð að hrósa strákunum fyrir frábæra baráttu. Mér fannst við spila mjög vel gegn QPR,“ sagði Millen.

„Okkur var öllum mjög brugðið eftir það sem gerðist í gær, en ég hef séð þrautseigju minna manna og var í engum vafa um að þeir myndu mæta tilbúnir. Við verðskulduðum stigið,“ sagði Millen sem segir það vera undir stjórnarformanninum komið hvort hann verði næsti stjóri liðsins.

„Ef við höldum áfram að spila eins og við gerðum þá verður allt í lagi. Við þurfum að skora fleiri mörk, en ef við höldum skipuaglinu þá verðum við í lagi... Það er í raun og veru stjórnarformannsins að ákveða,“ sagði Millen.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert