Carver stýrir Newcastle út tímabilið

John Carver.
John Carver. AFP

Newcastle United hefur ákveðið að John Carver muni stýra liðinu út tímabilið og félagið hefur frestað því að ráða eftirmann Alan Pardew þar til í sumar.

Carver var ráðinn tímabundið sem stjóri Newcastle eftir að Pardew yfirgaf félagið til þess að taka við stjórninni hjá Crystal Palace. Carver mun stjórna liðinu í þeim 16 leikjum sem það á eftir að spila á leiktíðinni.

Newcastle hefur ekki gengið neitt sérlega vel undir stjórn Carvers en það hefur spilað fjóra leiki, hefur tapað þremur og gert eitt jafntefli.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert