Schürrle greiðir götu Cuadrado

André Schürrle er á leið aftur til heimalands síns.
André Schürrle er á leið aftur til heimalands síns. AFP

Þýski landsliðsmaðurinn André Schürrle hefur komist að samkomulagi við Wolfsburg um persónuleg kjör og því er allt útlit fyrir að hann gangi til liðs við félagið frá Chelsea.

Þetta fullyrðir Sky Sports í kvöld. Talið er að Wolfsburg greiði um 24 milljónir punda fyrir Schürrle en Chelsea vill selja kappann til að festa kaup á kólumbíska kantmanninum Juan Cuadrado frá Fiorentina fyrir svipaða upphæð. Nú er allt útlit fyrir að þessi kapall gangi upp.

Schürrle kom til Chelsea frá Leverkusen fyrir síðasta tímabil en hefur oftar en ekki þurft að sætta sig við hlutverk varamanns hjá enska liðinu. Hann hefur skorað 11 mörk í 44 leikjum í ensku úrvalsdeildinni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert