Liverpool-fuglinn í norðurljósunum

Þessi mynd Jónínu af norðurljósunum hefur vakið athygli víða.
Þessi mynd Jónínu af norðurljósunum hefur vakið athygli víða. Ljósmynd/Jónína G. Óskarsdóttir, faskrudsfjordur.123.is

Ljósmynd Jónínu G. Óskarsdóttur af norðurljósum yfir heimabæ hennar Fáskrúðsfirði hefur vakið athygli út fyrir landsteinana, sérstaklega á meðal Liverpool-manna.

Jónína tók fjölmargar fallegar myndir af norðurljósunum um liðna helgi en ein þeirra vakti sérstaka athygli. Á þeirri mynd er líkt og ljósin myndi fuglinn sem er einkennistákn Liverpool-borgar, sem fólk þekkir þó frekar úr merki hins sögufræga knattspyrnufélags Liverpool.

Jónína segir í samtali við Liverpool Echo að vinur hennar hafi fyrstur tekið eftir líkindunum.

„Myndin var tekin fyrir leikinn við Manchester City [sem Liverpool vann 2:1] svo að fólk tók þetta sem skýrt tákn. Ég er ekki dyggur stuðningsmaður svo ég sá þetta ekki. Ég sé þetta núna en var ekkert að hugsa um þetta þegar ég tók myndina,“ sagði Jónína.

Myndir hennar má sjá á facebooksíðu hennar með því að smella HÉR.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert