Gylfi skoraði í sigri (myndskeið) og lagði upp

Gylfi Þór Sigurðsson hefur átt frábæran leik fyrir Swansea í …
Gylfi Þór Sigurðsson hefur átt frábæran leik fyrir Swansea í dag. AFP

Gylfi Þór Sigurðsson fór á kostum í liði Swansea gegn Newcastle í ensku úrvalsdeildinni í dag í 3:2 sigri liðsins á St. James‘s Park í Newcastle. Íslenski landsliðsmaðurinn skoraði eitt mark og gaf eina stoðsendingu.

Markið hans Gylfa má sjá neðst í fréttinni en það kom liðinu í 2:1 og var því afar mikilvægt.

Newcastle komst yfir eftir 20 mínútna leik eftir mark frá Ayoze Pérez og virtist ætla að sigla með 1:0 forystu inn í hálfleikinn.

Gylfi tók hins vegar hornspyrnu alveg undir lok hálfleiksins sem fór beint á Nélson Oliveira sem jafnaði metin fyrir Swansea, 1:1 í hálfleik.

Á 50 mínútu kom Gylfi svo Swansea yfir með góðri afgreiðslu eftir sendingu frá Jefferson Montero.

Norðanmenn í Newcastle neituðu hins vegar að gefast upp og minnkuðu muninn með marki frá Siem de Jong en lengra komust þeir ekki, lokatölur 3:2.

Fylgst er með gangi mála í ENSKA BOLTANUM Í BEINNI hér á mbl.is.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert