Við erum lélegasta liðið

Joey Barton í baráttunni.
Joey Barton í baráttunni. AFP

Joey Barton miðjumaður Lundúnafélagsins Queens Park Rangers skefur sjaldnast af hlutunum en í viðtali við Sky Sports sagði hann að QPR-liðið væri lélegasta lið deildarinnar. 

QPR hefur 26 stig í næstneðsta sæti ensku úrvalsdeildarinnar og hefur tveimur stigum minna en Leicester og Hull fyrir ofan.

„Á pappírnum erum við með lélegasta liðið, það breytir því enginn,“ sagði Barton.

„Við komumst upp í umspilinu í B-deildinni þar sem við lentum í 4. sæti. Við rétt svo komumst í fjórða sætið og vorum heppnir. En það sem skilaði þessu var karakter og liðsandi innan hópsins. Það kom okkur í gegnum þetta, ekki hæfileikar eða sóknarbolti.“ sagði Barton.

„Það var þrautsegja og karakter sem kom okkur í úrvalsdeildina og það verður þrautsegja og karakter sem heldur okkur í henni,“ sagði Joey Barton.

QPR leikur heima gegn West Ham í dag.

Leikir sem QPR á eftir: West Ham, Liverpool, Manchester City, Newcastle og Leicester.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert