Titill á 34 leikja fresti

José Mourinho má vera stoltur af sínum árangri.
José Mourinho má vera stoltur af sínum árangri. AFP

Hversu góður knattspyrnustjóri er José Mourinho? Afrekaskráin gefur til kynna að hann sé býsna góður, jafnvel algjörlega einstakur eins og hann myndi ef til vill sjálfur orða það.

Eftir að hafa stýrt Chelsea til Englandsmeistaratitilsins nú um helgina hefur Mourinho að meðaltali landað titli á 34 leikja fresti sem knattspyrnustjóri. Titlarnir eru orðnir 22 talsins frá því að hann tók við Porto árið 2002.

Sem stjóri Chelsea, árin 2004-2007 og svo aftur frá árinu 2013, hefur Mourinho stýrt liðinu til þriggja Englandsmeistaratitla, bikarmeistaratitils, þriggja deildabikarmeistaratitla, auk þess sem liðið vann samfélagsskjöldinn árið 2005.

Mourinho hefur einnig stýrt Inter Mílanó og Real Madrid. Hann hefur orðið landsmeistari í Portúgal, Englandi, á Ítalíu og á Spáni, orðið Evrópumeistari með Porto og Inter, og unnið UEFA-bikarinn með Porto.

Mourinho á langt í land með að jafna met Sir Alex Fergusons yfir flesta Englandsmeistaratitla en Skotinn vann til 13 slíkra á sínum ferli sem knattspyrnustjóri. Engu að síður er árangur Mourinho magnaður, og undir hans stjórn hefur Chelsea unnið 135 af 193 deildarleikjum, sem er hæsta sigurhlutfall í sögu ensku úrvalsdeildarinnar.

BBC birtir ýmis konar tölfræði tengda Mourinho í grein sem lesa má HÉR.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert