Kærasta De Gea í Eurovision

Edurne Garcia og David De Gea á uppskeruhátíð Manchester United.
Edurne Garcia og David De Gea á uppskeruhátíð Manchester United.

David De Gea, markvörður Manchester United og spænska landsliðsins, er staddur í Vínarborg þessa stundina, en hann fylgist með kærustu sinni taka þátt í Eurovision.

Spænski markvörðurinn var valinn besti leikmaður Manchester United á tímabilinu, en liðið tryggði sér þáttökurétt í Meistaradeild Evrópu á dögunum.

De Gea hefur verið orðaður við Real Madrid undanfarnar vikur, en ensku blöðin halda því fram að hann yfirgefi enska stórliðið í sumar.

Hann mun ákveða framtíð sína á næstu vikum, en þessa stundina er hann hinsvegar staddur í Vínarborg þar sem hann fylgist með kærustu sinni, Edurne Garcia, taka þátt fyrir hönd Spánar í Eurovision.

Garcia mun flytja lagið Amanecer eða Break Of Day, en helstu spekingar telja lagið ansi sigurstranglegt.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert