Gylfi Þór í 3.-5. sæti

Gylfi Þór í baráttu við Yaya Touré.
Gylfi Þór í baráttu við Yaya Touré. AFP

Cesc Fábregas miðjumaður Englandsmeistara Chelsea varð stoðsendingakóngurinn í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu sem lauk í dag.

Fábregas átti samtals 18 stoðsendingar á tímabilinu en Gylfi Þór Sigurðsson endaði í 3.-5.sæti yfir þá leikmenn sem áttu flestar stoðsendingarnar.

Þessir áttu flestar stoðsendingar:

18 - Cesc Fábregas, Chelsea
11 - Santi Cazorla, Arsenal
10 - Gylfi Þór Sigurðsson, Swansea
10 - Ángel Di Maria, Manchester United
10 - Chris Brunt, WBA

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert