Stærsta tap Liverpool í 61 ár

Úr leiknum í dag.
Úr leiknum í dag. AFP

Enska knattspyrnuliðið Liverpool tapaði heldur stórt fyrir Stoke City í lokaumferð deildarinnar í dag, en leiknum lauk með 6:1 sigri heimamanna. Þetta reyndist vera stærsta tap Liverpool í 61 ár.

Kveðjuleikur Steven Gerrard, fyrirliða Liverpool, breyttist í martröð á Britannia leikvanginum í Stoke í dag er heimamenn gerðu sex mörk á gestina.

Mame Biram Diouf kom Stoke í tveggja marka forystu áður en þeir Jonathan Walters, Charlie Adam og Steven N'Zonzi bættu við mörkum áður en flautað var til hálfleiks. Steven Gerrard minnkaði muninn svo áður en Peter Crouch skoraði sjötta og síðasta mark Stoke í leiknum.

Þetta var stærsta tap Liverpool í 61 ár eða frá árinu 1954 er liðið tapaði 9:1 fyrir Birmingham, en það tap er það stærsta í sögu Liverpool.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert