Tilboði Liverpool í Clyne hafnað

Nathaniel Clyne í leik gegn Aston Villa.
Nathaniel Clyne í leik gegn Aston Villa. AFP

Liverpool bauð Southampton 10 milljónir punda í enska hægri bakvörðinn Nathaniel Clyne en tilboðinu var hafnað.

BBC greinir frá þessu og segir að Clyne sé hugsaður sem arftaki Glen Johnson en samningur hans við Liverpool er að renna út. Búist er við að Liverpool hækki tilboð sitt til að fá Clyne sem á eitt ár eftir af samningi sínum við Southampton.

Samkvæmt frétt BBC er Liverpool einnig á höttunum eftir Danny Ings, framherja Burnley, og James Milner, miðjumanni Manchester City.

Liverpool fékk þrjá leikmenn frá Southampton í fyrrasumar, þá Adam Lallana, Dejan Lovren og Rickie Lambert, fyrir samtals tæplega 50 milljónir punda.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert