„Fyrst af öllu er að fagna þessum titli“

Per Mertesacker heldur uppi FA-bikarnum í leikslok í dag.
Per Mertesacker heldur uppi FA-bikarnum í leikslok í dag. AFP

„Við áttum sigurinn skilið í dag. Við spiluðum vel frá fyrstu mínútu og það skipti öllu máli,“ sagði Per Mertesacker, varnarjaxl Arsenal, eftir að liðið tryggði sér sinn tólfta bikarmeistaratitil eftir sigur á Aston Villa í úrslitaleik í dag, 4:0. Hann skoraði þriðja markið með hörku skalla.

„Í fyrra lentum við illa í því í fyrri hálfleik en í dag skoruðum við með reglulegu millibili sem skipti sköpum. Það er gott að enda tímabilið svona og ég get nú horft spenntur til þess að komast í sumarfrí í fyrsta sinn eftir að ég hætti að spila með landsliðinu,“ sagði Mertesacker, og vitnaði til úrslitaleiksins í fyrra þar sem Arsenal stóð einnig uppi sem sigurvegari eftir að hafa lent 2:0 undir gegn Hull.

„Vonandi byrjum við næsta tímabil af svipuðum krafti og við klárum þetta, en fyrst ætlum við að fagna þessum titli.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert