Milner sýnir leiðtogahæfileika

Brendan Rodgers.
Brendan Rodgers. AFP

Brendan Rodgers knattspyrnustjóri Liverpool býr sig undir erfiðasta verkefni Liverpool á undirbúningstímabilinu. Eftir ferðalag til Ástralíu og Suðaustur-Asíu er Rauði herinn nú kominn til Finnlands þar sem HJK Helsinki mætir þeim í æfingaleik.

„Við gerðum heimavinnuna okkar eins og um úrvalsdeildarleik væri að ræða. Við vitum að þeir spila góðan fótbolta, erum vel skipulagðir og sterkir varnarlega,“ sagði Rodgers.

„Þeir eru á kafi í forkeppni Meistaradeildar Evrópu og gerði jafntefli í vikunni. Þetta er síðasti leikur undirbúningstímabilsins og þá snúast hlutirnir alltaf um að fá góðan leik sem á að nýtast sem veganesti fyrir fyrsta leik leiktíðarinnnar,“ sagði Rodgers en KR spilaði við liðið árið 2012 og tapaði samtals 9:1 í forkeppni Meistaradeildarinnar.

Rodgers er ánægður með nýja leikmenn Liverpool-liðsins en liðið hefur fengið til sín leikmenn eins og James Milner, Roberto Firmino, Nathaniel Clyne, Christian Benteke og Danny Ings svo einhverjir séu nefndir.

„Ég er mjög ánægður með nýju leikmennina og starfsfólkið frá því að það kom. Nýju leikmennirnir hafa aðlagast mjög vel og það veitir okkur mikið sjálfstraust þegar innan við vika er í mótið. Vonandi getum við komið okkur vel af stað og hætt að hugsa um tímabilið í fyrra,“ sagði Rodgers.

Leikmaður eins og James Milner er reyndur en hann er að koma í risastórt félag og hefur aðlagast vel. Hann hefur sýnt mikla leiðtogahæfileika á þeim stutta tíma sem hann hefur verið hjá félaginu," sagði Rodgers.

James Milner og Brendan Rodgers.
James Milner og Brendan Rodgers. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert