Richards valinn fyrirliði Aston Villa

Micah Richards í leik með Fiorentina í vetur.
Micah Richards í leik með Fiorentina í vetur. AFP

Micah Richards verður fyrirliði Aston Villa á næsta tímabili. Hann tekur við fyrirliðabandinu af Fabian Delph sem gekk til liðs við Mancester City í sumar.

Richards kom til Aston Villa frá Manchester City á frjálsri sölu í sumar en hann var á láni hjá Fiorentina á síðasta tímabili. Hann skrifaði undir fjögurra ára samning við félagið. Richards hefur verið fyrirliði Aston Villa í vináttuleikjum sumarsins.

„Hann er nýr leikmaður en okkur finnst Micah vera rétti maðurinn til að vera leiðtogi liðsins. Hann lætur í sér heyra og sýnir gott fordæmi,“ sagði Tim Sherwood, knattspyrnustjóri Aston Villa.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert