Lofar titli innan fjögurra ára

Jürgen Klopp.
Jürgen Klopp. AFP

Jürgen Klopp nýráðinn knattspyrnustjóri Liverpool lofar því að félagið verði búið að vinna titil innan fjögurra ára.

„Ef við verðum hér saman eftir fjögur ár þá verður kominn titill í hús en ég óska eftir því að fá tíma því með þolinmæði og mikilli vinnu getur Liverpool náð árangri,“ sagði Klopp á fréttamannafundi á Anfield í dag.

„Ég vil alls ekki bera mig saman við alla þá frábæru menn sem hafa stýrt Liverpool í sögunni. Ég vil ekkert spá í þessa hluti. Ég er ánægður að fá tækifæri til að aðstoða félaginu til að komast út úr þeim aðstæðum sem það er í. Þær eru jafn slæmar og margir hérna halda,“ sagði Klopp.

Liverpool fagnaði enska meistaratitlinum síðast árið 1990. Það varð Evrópumeistari síðast árið 2005 og vann sigur í ensku bikarkeppninni árið eftir.

Fyrsti leikur Liverpool undir stjórn Klopp verður laugardaginn 17. október en þá sækir liðið Tottenham heim á White Hart Lane.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert