Gylfi sló í gegn í brúðkaupi

Gylfi Þór Sigurðsson
Gylfi Þór Sigurðsson AFP

Gylfi Þór Sigurðsson, landsliðsmaður í knattspyrnu, sló heldur betur í gegn í brúðkaupi sem fór fram í dag, en kona að nafni Angela Govier var að gifta sig í Wales.

Íslenski landsliðsmaðurinn var í fullu fjöri með Swansea City gegn Crystal Palace í ensku úrvalsdeildinni í dag en hann gerði mark Swansea úr aukaspyrnu.

Govier, sem er 48 ára gömul, var að gifta sig í dag en hún er einn helsti stuðningsmaður Swansea og er þá Gylfi í miklu uppáhaldi hjá henni.

Það kom því henni heldur betur á óvart er hún fékk kveðju frá Gylfa í brúðkaupinu en hann óskaði henni og brúðgumanum til hamingju með brúðkaupsdaginn. Hægt er að sjá kveðjuna hér fyrir neðan.

Angela tók andköf þegar kveðjan var sýnd í brúðkaupinu en Gylfi segist alltaf taka eftir henni í stúkunni þar sem hún er alltaf í sama sætinu. Þess má til gamans geta að öll borðin í brúðkaupsveislunni voru nefnd eftir leikmönnum en brúðhjónin voru auðvitað á Gylfa borðinu.

Þess má til gamans geta að maður Govier heldur með Cardiff City, erkifjendum Swansea í Wales. Með því að smella á tengilinn hér fyrir neðan má sjá kveðjuna frá Gylfa og viðbrögð Angelu.

Kveðjan frá Gylfa

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert