Bojan sestur að í Stoke

Bojan Krkic fagnar marki fyrir Stoke.
Bojan Krkic fagnar marki fyrir Stoke. AFP

Spænski knattspyrnumaðurinn Bojan Krkic er búinn að hreiðra um sig í ensku Miðlöndunum til langframa því hann hefur nú framlengt samning sinn við úrvalsdeildarfélagið Stoke City til ársins 2020.

Bojan, sem er 25 ára sóknarmaður, kom til félagsins árið 2014 en hann lék áður með Barcelona, Roma, AC Milan og Ajax. Hann ólst upp hjá Barcelona frá 9 ára aldri og spilaði 104 leiki með félaginu í efstu deild á Spáni á árunum 2007 til 2011. 

Með Stoke hefur Bojan leikið 35 leiki í úrvalsdeildinni og skorað 9 mörk, þar af fimm á yfirstandandi tímabili.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert