„Blaðamenn búa til sögur“

Louis van Gaal.
Louis van Gaal. AFP

Louis van Gaal, knattspyrnustjóri Manchester United á Englandi, er afar óánægður með vinnubrögð fjölmiðla en þeir hafa þegar fullyrt að Jose Mourinho, fyrrum stjóri Chelsea, taki við af honum eftir tímabilið.

Mourinho hefur verið orðaður við starfið hjá Manchester United frá því hann var látinn fara frá Chelsea. Fjölmiðlar hafa nú þegar fullyrt að Mourinho taki við United eftir tímabilið en hollenski stjórinn er afar óánægður með umfjöllunina.

„Ég hef sagt það mörgum sinnum að blaðamenn búa til sögur. Þið þurfið ekki að svara fyrir þetta,“ sagði Van Gaal.

Takist Van Gaal ekki að ná Meistaradeildarsæti með United á leiktíðinni þá verður hann látinn taka poka sinn en ensku blöðin greina frá því í dag.

„Það er ekki spurning um mig, heldur um stjórn Manchester United. Ég er með samning næstu þrjú árin,“ sagði Van Gaal.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert