Kærurnar fljúga út eftir að sauð upp úr

Úr leik Chelsea og Tottenham þegar mönnum lenti saman.
Úr leik Chelsea og Tottenham þegar mönnum lenti saman. AFP

Enska knattspyrnusambandið hefur ákært bæði Chelsea og Tottenham fyrir að hafa ekki stjórn á leikmönnum sínum í 2:2-jafntefli liðanna í ensku úrvalsdeildinni á mánudagskvöld.

Enska knattspyrnusambandið segir að um þrjú mismunandi tilvik séu að ræða. Í leiknum sjálfum hafi það gerst á 45. og 87. mínútu, og svo einnig eftir að flautað var til leiksloka.

Þá hefur Mousa Dembele, leikmaður Tottenham, verið ákærður fyrir að hafa að því er virtist potað viljandi í auga Diego Costa í leiknum. Atvikið fór framhjá Mark Clattenburg dómara leiksins en sást á sjónvarpsupptöku.

Undir venjulegum kringumstæðum væri Dembele dæmdur í þriggja leikja bann en í yfirlýsingu frá enska knattspyrnusambandinu segir að það sé jafnvel ekki nóg fyrir þetta tilvik. Ekki hefur þó verið gefið út hversu langt bann hann gæti fengið, en félögin hafa fram á föstudag til að svara ákærunum.

Sjá: Fær hann tíu leikja bann? (myndskeið)

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert