Liverpool fær 10.000 miða

Liverpool á frábæra stuðningsmenn um allan heim en aðeins 10.000 …
Liverpool á frábæra stuðningsmenn um allan heim en aðeins 10.000 þeirra geta fengið sæti á úrslitaleiknum. AFP

Liverpool og Sevilla mætast á heimavelli Basel í Sviss þegar þau leika úrslitaleik Evrópudeildarinnar í knattspyrnu þann 18. maí.

Leikvangurinn, sem ber nafnið St. Jakob-Park, rúmar 35.000 manns í sæti og fær Liverpool 10.236 miða til að selja sínum stuðningsmönnum, eða tæplega 30% sætanna sem í boði eru. Því er ljóst að miklu færri komast að en vilja. Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, var spurður út í málið á fréttamannafundi í dag:

„Það er dásamlegt að við skulum fá þetta tækifæri til að spila úrslitaleik, en við getum ekki breytt leikvanginum og þess vegna getum við ekki hugsað um þetta,“ sagði Klopp.

„Ég hef komið til Basel tvisvar sinnum og þetta er dásamlegur leikvangur í dásamlegri borg. Það er alveg þess virði fyrir fólk að ferðast þangað þó að það sé ekki með miða á leikinn, bara til þess að vera nærri leikvanginum og njóta lífsins sem Liverpool-stuðningsmaður, og það ættum við að gera í stað þess að velta vöngum yfir stærð leikvangsins eða fjölda miða sem eru í boði,“ sagði Klopp.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert