Van Gaal vill reisa átta metra háa girðingu

Louis van Gaal veit hvað hann vill.
Louis van Gaal veit hvað hann vill. AFP

Louis van Gaal, knattspyrnustjóri Manchester United, er sagður vilja láta reisa átta metra háa girðingu í kringum æfingasvæði félagsins í Carrington.

Æfingasvæðið má sjá hér að neðan en áætlað er að girðingin fari í kringum fjóra æfingavelli, upphitunarsvæði og þar sem markverðirnir æfa. Þetta kemur fram í frétt Daily Mail.

Frá því að van Gaal kom til félagsins fyrir tveimur árum síðan hefur hann látið breyta ýmsu á æfingasvæðinu.

Til að mynda hefur hann þegar bannað starfsfólki Manchester United að leggja bifreiðum sínum svo að leikmenn aðalliðsins sjái frá æfingasvæðinu.

Þá hefur hann gengið úr skugga um að grasið á æfingasvæðinu sé nákvæmlega eins slegið og það er á Old Trafford, auk þess sem fljóðljós voru sett upp til æfinga fyrir kvöldleiki.

Að lokum var því starfsfólki sem vinnur á Carrington, sem ekki vinnur þar í tengslum við knattspyrnu, bannað að borða á sama stað og leikmenn.

Æfingasvæði Manchester United í Carrington.
Æfingasvæði Manchester United í Carrington. Ljósmynd/Wikipedia.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert