Cantona vill ekki fá Mourinho

Eric Cantona er fimmtugur í dag.
Eric Cantona er fimmtugur í dag. AFP

Eric Cantona, goðsögn Manchester United, vildi frekar að liðið réði Pep Guardiola en José Mourinho í stöðu þjálfara en búist er við því að Mourinho taki við starfinu fyrir vikulok.

„Ég hefði elskað að sjá Guardiola í Manchester United. Hann er í ranga Manchester,“ sagði Cantona, sem á fimmtugsafmæli, við BBC í dag.

„Ég elska José Mourinho en fótboltinn hans passar ekki við Manchester United. Ég elska persónuleikann hans, ástríðuna og skopskynið. Hann er klár og vill fá það besta úr sínum mönnum. En ég held að stuðningsmenn Manchester United myndu ekki njóta fótboltans, jafnvel þótt þeir sigri.“

„Þeir hefðu átt að taka Guardiola, hann fetar í fótspot Johann Cruyff. Hann er sá sem á að stýra Manchester United,“ sagði Cantona.

Cantona kom til Manchester United frá Leeds árið 1992 og var lykilmaður þegar liðið varð enskur meistari í fyrsta sinn í 26 ár. Hann vann samtals fjóra Englandsmeistaratitla og tvo FA-bikara, en settist síðan skyndilega í helgan stein.

„Þeir sakna mín, þá skortir eitthvað, ég finn það.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert