Borgar Liverpool metfé fyrir Brahimi?

Yacine Brahimi í leik með Porto.
Yacine Brahimi í leik með Porto. AFP

Enska úrvalsdeildarfélagið Liverpool er nálægt því að ganga frá kaupum á alsírska landsliðsmanninum Yacine Brahimi sem leikur með Porto í Portúgal. Fjölmiðlar í Portúgal greina frá þessu.

Brahimi, sem er 26 ára gamall, hefur verið í lykilhlutverki hjá Porto frá því hann kom frá spænska liðinu Granada fyrir tveimur árum. Hann er fæddur í París í Frakklandi en foreldrar hans koma frá Alsír. Hann hefur leikið 85 leiki fyrir Porto og gert 21 mark, þá á hann 22 landsleiki og 4 mörk fyrir Alsír.

Portúgalska blaðið A Bola greinir frá því í dag að Liverpool er reiðubúið til þess að borga allt að 60 milljónir evra til þess að fá Brahimi til félagsins en því er haldið fram að Liverpool gangi frá kaupunum á næstu vikum.

Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, hefur þegar styrkt liðið með því að fá Joel Matip, Marko Grujic og Loris Karius.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert