Liverpool og Manchester berjast um Oxford

Reece Oxford.
Reece Oxford. AFP

Samkvæmt breskum heimildum hefur Liverpool blandað sér í baráttuna við nágrannaliðin Manchester United og Manchester City um ungstirnið Reece Oxford sem spilar fyrir West Ham United. 

Oxford, sem er 17 ára gamall, stimplaði sig inn sem mikið efni í fyrsta leik sínum fyrir West Ham þegar félagið vann góðan 2:0 útisigur á Arsenal í opnunarleik síðasta tímabils. Oxford fylgdi stórstjörnunni Mesut Özil eins og skugginn og sá þýski var nánast ósýnilegur í leiknum.

Hann lék samtals 7 leiki fyrir West Ham á tímabilinu, annað hvort í stöðu miðjumanns eða miðvarðar. 

Talið er að félögin séu tilbúin að borga um 10 milljónir punda fyrir drenginn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert