Ekki jafn verðmætur og Ronaldo eða Messi

Scholes og Pogba léku saman hjá United fyrir nokkrum árum.
Scholes og Pogba léku saman hjá United fyrir nokkrum árum. AFP

Paul Scholes, fyrrverandi miðvallarleikmaður Manchester United, telur að sitt gamla félag borgi of hátt verð ef það greiðir 100 milljónir evra fyrir Paul Pogba.

Hann telur Pogba frábæran leikmann sem myndi bæta leikmannahóp United. Hann sé hins vegar ekki það góður að greiða ætti jafn hátt verð fyrir hann og Cristiano Ronaldo eða Lionel Messi.

„Hann er mjög hæfileikaríkur leikmaður og við lékum talsvert saman,“ sagði Scholes en Pogba yfirgaf United fyrir fjórum árum og gekk til liðs við Juventus.

„Hann er búinn að standa sig vel og bæta sig mikið síðan hann var hjá United. Hins vegar þyrftirðu leikmann sem skorar 50 mörk á tímabili til að réttlæta þetta verð, mann eins og Ronaldo eða Messi. Ég tel Pogba ekki 100 milljóna evra virði,“ bætti Scholes við.

Paul Scholes telur að Pogba sé góður en ekki 100 …
Paul Scholes telur að Pogba sé góður en ekki 100 milljóna evra virði. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert