Klopp hvergi nærri hættur

Joao Mário í baráttu við Aron Einar Gunnarsson í leik …
Joao Mário í baráttu við Aron Einar Gunnarsson í leik Portúgals og Íslands á EM 2016. AFP

Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, hefur látið til sín taka á leikmannamarkaðnum í sumar og fengið til liðs félagið Joel Matip, Sadio Mané, Georginio Wijnaldum, Marko Grujic, Loris Karius, Alex Manninger og Ragnar Klavan. Klopp er enn með önglana úti og freistar þess nú að festa kaup á portúgölskum landsliðsmanni.

Breskir fjölmiðlar greina frá því að 33 milljón punda tilboði Liverpool í Joao Mário, sem varð Evrópumeistari með Portúgal í sumar, hafi verið hafnað af Sporting Lisbon. Það var faðir Joaos Mários sem lét hafa það eftir sér að Liverpool hefði áhuga á syni sínum. Talið er að Inter Mílanó og Manchester United muni berjast við Liverpool um krafta Joaos Mários. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert