Salan á Pogba strandar á umboðslaunum

Paul Pogba, leikmaður Frakklands, í baráttu við Joao Mario, leikmann …
Paul Pogba, leikmaður Frakklands, í baráttu við Joao Mario, leikmann Portúgals, í úrsltaleik EM 2016. AFP

Samningaviðræður um félagaskipti Pauls Pogba frá Juventus til Manchester United eru svo gott sem í höfn. Skysports greinir frá því í dag að félagaskiptin strandi á því að hvorki Juventus nú Manchester United séu reiðubúin að greiða umboðslaun Minos Raiola, umboðsmanns Pogba.

Samkvæmt heimildum Skysports fer Raiola fram á um það bil 2,7 milljarða íslenskra króna í umboðslaun, en hvorugt félagið telur sér skylt að greiða umboðsmanninum þá upphæð.

„Manchester United hefur nú þegar samið við leikmanninn sem fær þrettán milljónir evra eftir skatta á ári og sjö milljónir fyrir ímyndarréttinn. Eina vandamálið sem eftir stendur er hvort liðið greiðir umboðslaun til Raiola,“ sagði Valentina Fass, blaðamaður Skysports, í dag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert