Annar Liverpool-maður til Tyrklands

Lucas Leiva kom til Liverpool árið 2007.
Lucas Leiva kom til Liverpool árið 2007. AFP

Liverpool hefur samþykkt tilboð tyrkneska liðsins Galatasaray í miðjumanninn Lucas Leiva samkvæmt tyrkneskum fjölmiðlum. Leikmaðurinn mun einnig hafa samþykkt samningstilboðið frá Galatasaray. 

Á blaðamannafundi fyrir vináttuleikinn gegn Manchester United í dag staðfesti knattspyrnustjóri Galatasaray að Lucas Leiva væri í sigtinu. 

„Lucas er einn af miðjumönnunum sem við erum að skoða. Við höfum verið í viðræðum og það er rétt að við þurfum reynda miðjumenn.“

Í sumar gekk varnarmaðurinn Martin Skrtel í raðir tyrkneska liðsins Fenerbahçe frá Liverpool. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert