„Ég held að það myndist tómarúm“

Arsene Wenger hefur verið knattspyrnustjóri Arsenal frá árinu 1996.
Arsene Wenger hefur verið knattspyrnustjóri Arsenal frá árinu 1996. AFP

Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, viðurkennir að hann sjái ekki fyrir sér að hætta hjá Arsenal og tilhugsunin um að setjast í helgan stein hræði hann.

Hinn 66 ára gamli Wenger hefur verið knattspyrnustjóri Arsenal í 20 ár. Hann á eitt ár eftir af samningi sínum við félagið og veit ekki alveg hvað tekur við að þeim tíma liðnum.

„Fótbolti hefur verið líf mitt og satt best að segja hræðist ég daginn þegar ég mun segja þetta gott. Því lengur sem ég bíð, því erfiðara verður að losna við fótboltafíknina,“ sagði Wenger.

„Ég hitti Sir Alex Ferguson eftir að hann hætti sem knattspyrnustjóri Manchester United. Ég spurði hvort hann saknaði starfsins og Ferguson fullyrti að hann saknaði þess ekki, sem mér finnst óskiljanlegt. Ég held að það myndist tómarúm, sérstaklega þegar maður hefur allt sitt líf beðið eftir næsta leik,“ bætti Wenger við.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert